Vikan 14. - 18. febrúar

Þessa vikuna höfum við lært um villt íslensk landspendýr. Við erum búin að skoða myndir og lesa um hreindýr, mýs, rottur, minnka og refi. Börnin hafa verið mjög áhugasöm um hvað dýrin borða og hvernig fótsporin þeirra líta út. Allir fengu að búa til kíki sem við tókum með okkur út að kíkja eftir sporum.

Börnin fara alltaf að minnsta kosti einu sinni í viku í íþróttasalinn og stundum oftar. Þar eru þau orðin ansi vön og eru dugleg að búa til virkilega skemmtilega og flotta leiki. Ég læt eina mynd af því fylgja.

Kveðja frá leikskólanum :)
Fréttamynd - Vikan 14. - 18. febrúar

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn