Útinám

Í gær var útinám og við ákváðum að skoða aðeins hvernig ár renna þar sem grunnskólinn er að vinna með jökulsár um þessar mundir. 

Við settum langan álpappírsrenning í sandhrúguna okkar. Fyrst prófuðum við að láta vatnið neðst á álpappírsrenninginn. Það gerði ekkert nema mynda stöðuvatn. Síðan létum við vatnið renna efst á álpappírsrenningnum. Þá rann vatnið niður eftir öllum renningnum. Það kom stífla í ána vegna sandsins. Við sáum líka hvernig stöðuvatnið sem hafði myndast neðst flæddi yfir bakka sína. 

Það var því heilmikill lærdómur hjá okkur í gær um ár, vötn, stíflur, stöðuvötn og fleira.