Haustið fer vel af stað

Skólaárið fer virkilega vel af stað hjá okkur í leikskólanum! Við höfum verið mikið úti enda veðrið frábært. Við höfum sullað mikið, mokað, rólað, vegað á nýja geggjaða vegasaltinu, hlaupið um á tánum og notið lífsins.

Við eigum síðan eftir að fá nýja rennibraut sem verður felld inn í litlu brekkuna okkar og einnig verður settur upp klifurveggur fyrir litla apaketti.

Kveðja frá öllum í leikskólanum