Vikan 24. - 28. janúar

Við héldum áfram að læra um árstíðirnar í vikunni. Börnin eru að læra að árstíðirnar eru fjórar og hvað einkennir hverja árstíð. Við ræðum um að nú sé vetur og hver munurinn á vetri og sumri er. Nú er kalt og meira myrkur en á sumrin. Í myrkrinu gefst okkur tækifæri að sjá stjörnur sem við sjáum ekki á sumrin því þá er svo bjart.

Það var gerð smá tilraun þar sem við tókum klaka inn og fylgdumst með honum bráðna. Þannig sáu börnin að klaki er virkilega frosið vatn. Síðan settum við vatnið út aftur til að sannreyna að vatn breytist í klaka þegar það er frost úti.

Við höfum verið dugleg að fara út í allskonar veðri og ræðum um mikilvægi þess að klæða okkur rétt og vel eftir því hvernig veðrið er.

Kveðja frá öllum í leikskólanum