Vikan 17. - 21. janúar

Við höfum haft í nógu að snúast þessa vikuna. Við byrjum alla morgna á samverustund þar sem er sungið og farið í málörvun.

Börnin lærðu aðeins um þorrann og bóndadaginn í vikunni. Við höfum sungið þorralög, smökkuðum þorramat á bóndadaginn og fyrr í vikunni fengu börnin að gera smá glaðning fyrir einhvern bónda í sínu lífi.

Í síðustu viku settum við upp kubbakrók og í þessari viku græjuðum við kósýhornið okkar. Þar er bókahilla sem börnin eiga auðveldara með að ganga um og teppi til að hafa extra kósý.

Það var eitthvað ólag á myndunum í völu appinu en nú er það komið í lag. Við erum því búin að setja inn allar myndir sem áttu eftir að koma þar inn.

Við í leikskólanum segjum bara gleðilegan bóndadag og njótið þorrans :)