Vikan 10. - 14. janúar

Fyrsta vikan eftir jólafrí var stutt og einföld hjá okkur á leikskólanum. Nú erum við komin aftur í góðan gír og höfum gert heilmargt í þessari viku sem nú er að líða. 

Síðustu daga höfum við fræðst um veturinn og allt sem honum fylgir. Við höfum rætt það af hverju það er kalt og dimmt á veturna. Hvað það er sem við sjáum á veturna en ekki á sumrin. Við höfum rætt árstíðirnar og hvaða mánuður er núna. Einnig höfum við lært um snjókorn og úrkomu. Við tókum þessar áherslur líka með okkur í listastarfið eins og þið getið séð á meðfylgjandi myndum.

Í vikunni settum við upp kubbakrók í einu horninu hjá okkur. Þar sem engin umferð er um það svæði geta börnin skilið byggingarnar sínar eftir og haldið áfram með þær síðar. Við fengum líka nýja bókahillu og ætlum að hafa sérstakt kósýhorn þar sem verður hægt að skoða bækur, fá teppi og slíkt.

Það hefur verið ólag á myndum í Völuappinu og ekki hægt að setja inn myndir. Það er verið að vinna í þeim vanda.

Virkilega góð vikan hjá okkur!
Eigiði góða helgi :)
Fréttamynd - Vikan 10. - 14. janúar Fréttamynd - Vikan 10. - 14. janúar

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn